Leikir helgarinnar á Englandi 26. september 2008 20:39 NordicPhotos/GettyImages Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er án efa grannaslagur Everton og Liverpool í Bítlaborginni á hádegi á morgun.Liverpool hafði 2-1 sigur í viðureign liðanna á Goodison Park í fyrra en þá missti Everton reyndar tvo menn af velli með rautt spjald.Fastlega má búast við því að áhorfendur fái að sjá dramatík á morgun, því samkvæmt tölfræðinni hefur leikmaður fengið rautt spjald að meðaltali í öðrumhverjum leik liðanna frá stofnun úrvalsdeildarinnar.Liverpool hefur enn ekki tapað leik í deildinni og er í þriðja sæti, en mátti sætta sig við jafntefli heima gegn Stoke í síðustu umferð - nokkuð sem fór illa fyrir brjóstið á stuðningsmönnum liðsins sem heimta að það verði í baráttu um titilinn í vetur.Everton er í níunda sæti og þarf eflaust á sigri að halda eftir að hafa verið mokað út úr deildarbikarnum í vikunni.Leikirnir á morgun:Everton-Liverpool 11:45 Aston Villa-Sunderland 14:00 Fulham-West Ham 14:00 Man.Utd.-Bolton 14:00 Middlesbro-W.B.A. 14:00 Newcastle-Blackburn 14:00 Stoke-Chelsea 14:00 Arsenal-Hull 16:30 Chelsea gerði jafntefli við Manchester United á heimavelli sínum í síðustu umferð en á morgun sækir liðið Stoke heim á Britannia völlinn. Chelsea er í öðru sæti deildarinnar á eftir Arsenal en Stoke er í botnbaráttunni eins og reiknað var með fyrir leiktíðina.Hull City hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona, en liðið fær nú heldur betur prófraun á morgun þegar það mætir heitu liði Arsenal sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Arsenal vann síðast 6-0 stórsigur á Sheffield United í deildarbikarnum og ætti að vera í góðum gír á Emirates á morgun og gaman verður að sjá hvort Arsene Wenger teflir jafnvel fram einhverjum af ungliðunum sem stóðu sig svo vel í bikarleiknum í vikunni.Manchester United er aðeins í 15. sæti deildarinnar og er sjö stigum á eftir toppliði Arsenal, svo hætt er við því að ekkert annað en sigur dugi liðinu gegn Bolton á morgun - þar sem Cristiano Ronaldo verður væntanlega í byrjunarliðinu.Newcastle er lið sem er í bullandi vandræðum og situr í næstneðsta sæti deildarinnar. Hætt er við því að heimamenn þurfi að fá fleiri en þær tæplega 20,000 hræður sem mættu á völlinn gegn Tottenham í bikarnum í vikunni til að hvetja liðið gegn Blackburn á morgun.Aston Villa og Sunderland áttu bæði frekar dapran dag í bikarnum í vikunni, en Villa-menn þó heldur verri þegar þeir féllu úr leik gegn QPR. Bæði lið hafa þó staðið sig þokkalega í deildinni og Sunderland hefur enn ekki tapað á útivelli.Fulham hefur unnið alla heimaleiki sína og tapað öllum útileikjum í deildinni til þessa og því ættu lærisveinar Roy Hodgson að verða fegnir að vera heima þegar þeir mæta Íslendingaliði West Ham.Lokaleikur morgundagsins er svo viðureign Middlesbrough og West Brom, en Boro hefur unnið alla leiki sína heima í deildinni til þessa á meðan West Brom er í botnbaráttu.Sunnudagur:Portsmouth-Tottenham 12:30 Wigan-Man.City 15:00Slagur Portsmouth og Tottenham á Fratton Park verður viðureign tveggja liða sem þurfa nauðsynlega á sjálfstrausti að halda þessa stundina. Portsmouth hefur fengið tvo stóra skelli í röð með markatölunni 10-0 og Tottenham er í kjallara deildarinnar eftir afleita byrjun - þó liðið sé reyndar taplaust í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum.Manchester City fór á kostum í síðasta deildarleik þegar liðið burstaði Portsmouth 6-0 en féll svo úr bikarnum í vikunni með tapi fyrir Brighton. Liðið sækir Wigan heim á sunnudaginn og þar verða heimamenn væntanlega erfiðir viðureignar eftir ágætt gengi síðustu vikur. Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er án efa grannaslagur Everton og Liverpool í Bítlaborginni á hádegi á morgun.Liverpool hafði 2-1 sigur í viðureign liðanna á Goodison Park í fyrra en þá missti Everton reyndar tvo menn af velli með rautt spjald.Fastlega má búast við því að áhorfendur fái að sjá dramatík á morgun, því samkvæmt tölfræðinni hefur leikmaður fengið rautt spjald að meðaltali í öðrumhverjum leik liðanna frá stofnun úrvalsdeildarinnar.Liverpool hefur enn ekki tapað leik í deildinni og er í þriðja sæti, en mátti sætta sig við jafntefli heima gegn Stoke í síðustu umferð - nokkuð sem fór illa fyrir brjóstið á stuðningsmönnum liðsins sem heimta að það verði í baráttu um titilinn í vetur.Everton er í níunda sæti og þarf eflaust á sigri að halda eftir að hafa verið mokað út úr deildarbikarnum í vikunni.Leikirnir á morgun:Everton-Liverpool 11:45 Aston Villa-Sunderland 14:00 Fulham-West Ham 14:00 Man.Utd.-Bolton 14:00 Middlesbro-W.B.A. 14:00 Newcastle-Blackburn 14:00 Stoke-Chelsea 14:00 Arsenal-Hull 16:30 Chelsea gerði jafntefli við Manchester United á heimavelli sínum í síðustu umferð en á morgun sækir liðið Stoke heim á Britannia völlinn. Chelsea er í öðru sæti deildarinnar á eftir Arsenal en Stoke er í botnbaráttunni eins og reiknað var með fyrir leiktíðina.Hull City hefur byrjað betur en nokkur þorði að vona, en liðið fær nú heldur betur prófraun á morgun þegar það mætir heitu liði Arsenal sem hefur unnið þrjá leiki í röð. Arsenal vann síðast 6-0 stórsigur á Sheffield United í deildarbikarnum og ætti að vera í góðum gír á Emirates á morgun og gaman verður að sjá hvort Arsene Wenger teflir jafnvel fram einhverjum af ungliðunum sem stóðu sig svo vel í bikarleiknum í vikunni.Manchester United er aðeins í 15. sæti deildarinnar og er sjö stigum á eftir toppliði Arsenal, svo hætt er við því að ekkert annað en sigur dugi liðinu gegn Bolton á morgun - þar sem Cristiano Ronaldo verður væntanlega í byrjunarliðinu.Newcastle er lið sem er í bullandi vandræðum og situr í næstneðsta sæti deildarinnar. Hætt er við því að heimamenn þurfi að fá fleiri en þær tæplega 20,000 hræður sem mættu á völlinn gegn Tottenham í bikarnum í vikunni til að hvetja liðið gegn Blackburn á morgun.Aston Villa og Sunderland áttu bæði frekar dapran dag í bikarnum í vikunni, en Villa-menn þó heldur verri þegar þeir féllu úr leik gegn QPR. Bæði lið hafa þó staðið sig þokkalega í deildinni og Sunderland hefur enn ekki tapað á útivelli.Fulham hefur unnið alla heimaleiki sína og tapað öllum útileikjum í deildinni til þessa og því ættu lærisveinar Roy Hodgson að verða fegnir að vera heima þegar þeir mæta Íslendingaliði West Ham.Lokaleikur morgundagsins er svo viðureign Middlesbrough og West Brom, en Boro hefur unnið alla leiki sína heima í deildinni til þessa á meðan West Brom er í botnbaráttu.Sunnudagur:Portsmouth-Tottenham 12:30 Wigan-Man.City 15:00Slagur Portsmouth og Tottenham á Fratton Park verður viðureign tveggja liða sem þurfa nauðsynlega á sjálfstrausti að halda þessa stundina. Portsmouth hefur fengið tvo stóra skelli í röð með markatölunni 10-0 og Tottenham er í kjallara deildarinnar eftir afleita byrjun - þó liðið sé reyndar taplaust í síðustu þremur leikjum í öllum keppnum.Manchester City fór á kostum í síðasta deildarleik þegar liðið burstaði Portsmouth 6-0 en féll svo úr bikarnum í vikunni með tapi fyrir Brighton. Liðið sækir Wigan heim á sunnudaginn og þar verða heimamenn væntanlega erfiðir viðureignar eftir ágætt gengi síðustu vikur.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira