Innlent

Slökkviliðið kallað að Sorpu á Sævarhöfða

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að útibúi Sopru á Sævarhöfða um hálffimm í morgun vegna elds sem logaði í tveimur rusla gámum. Slökkviliðsmenn frá einni stöð voru sendir á vettvang og þegar að var komið logaði nokkur eldur í gámunum.

Annar þeirra reyndist innihalda dekk sem erfitt er að eiga við og tók um klukkustund að ná tökum á eldinum. Slökkvistarfi var svo lokið um sexleytið. Grunur leikur á íkveikju ef litið er til þess hvenær eldurinn kom upp en lögregla rannsakar hvort svo hafi verið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×