Innlent

33 sagt upp hjá EJS

Höfuðstöðvar EJS við Grensásveg.
Höfuðstöðvar EJS við Grensásveg.

Tölvufyrirtækið EJS hefur sagt 33 starfsmönnum upp en tæplega 170 manns vinna hjá fyrirtækinu. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að uppsagnirnar séu liður í aðhaldsaðgerðum sem séu nauðsynlegar vegna breyttra rekstrarskilyrða og lækkandi gengis íslensku krónunnar.

Umræddir starfsmenn munu vinna út uppsagnarfrestinn sem í langflestum tilvikum er þrír mánuðir.

Magnús Steinnar Norðdahl segir í samtali við Vísi að ástæður uppsagnanna komi fyrst og fremst til vegna minni sölu auk þess sem fyrirtæki sem séu í viðskiptum við EJS hafi sett allar ákvarðanatökur um kaup á búnaði og þjónustu á ís.

Magnús segir fyrirtækið hafa fundið fyrir samdrætti á síðustu 6-8 vikum en þeim starfsmönnum sem sagt hefur verið upp koma úr flestöllum deildum fyrirtækisins. En er von á fleiri uppsögnum?

„Nei við vonum að þetta dugi og höfum sagt okkar fólki að þetta sé það sem við teljum að þurfi. Við ætlumst einnig til þess að fólk vinni upp uppsagnarfrest og verði þá hugsanlega endurráðið ef ástandið batnar," segir Magnús Steinarr að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×