Íslenski boltinn

Sinisa Kekic til HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kekic í leik Víkings og Fram í fyrra.
Kekic í leik Víkings og Fram í fyrra.

Botnlið HK í Landsbankadeildinni hefur fengið liðstyrk. Fram kemur á vefsíðunni Fótbolti.net að liðið sé að klófesta Sinisa Valdimar Kekic sem gengur til liðs við félagið frá Víkingi.

Kekic var einn markahæsti leikmaður Landsbankadeildarinnar í fyrra en náði ekki að koma í veg fyrir fall Víkings í 1. deild. Hann hætti síðan hjá félaginu snemma á þessu tímabili.

Kekic er á 39. aldursári en hann hefur einnig leikið með Þrótti og Grindavík. Hann er mjög fjölhæfur leikmaður en lék nánast eingöngu frammi hjá Víkingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×