Fótbolti

LDU Quito í úrslitin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Quito fagna öðru marka sinna í leiknum í morgun.
Leikmenn Quito fagna öðru marka sinna í leiknum í morgun. Nordic Photos / Getty Images

LDU Quito frá Ekvador er komið í úrslit heimsmeistarakeppni félagsliða sem fer nú fram í Japan. Liðið mætir annað hvort Manchester United eða japanska liðinu Gamba Osaka.

Quito vann 2-0 sigur á Pachuca frá Mexíkó í fyrri undanúrslitaviðureigninni sem fór fram í morgun. Leikur United og Gamba Osaka fer fram í fyrramálið.

Claudio Bieler kom Quito yfir á fjórðu mínútu leiksins og Luis Bolanso skoraði síðar mark leiksins á 40. mínútu.

Pacucha hafði unnið Al-Ahly frá Egyptalandi í fjórðungsúrstlium en Gamba Osaka vann Adelaide United frá Ástralíu í hinum leiknum.

Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudagsmorgun klukkan 10.30 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sports.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×