Fótbolti

Eriksson sagður taka við landsliði Mexíkó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sven Göran Eriksson.
Sven Göran Eriksson. Nordic Photos / Getty Images

Forseti knattspyrnusambands Mexíkó segir að sambandið hafi gengið frá samkomulagi við Sven-Göran Eirksson um að taka við starfi landsliðsþjálfara.

Þessu neitar hins vegar umboðsmaður Eriksson og segir þetta úr lausu lofti gripið.

Hins vegar sagði Justino Compean, forseti sambandsins, að nú væri búið að ganga frá smáatriðunum við Eriksson. „Við veltum alvarlega fyrir okkur að ráða annað hvort Luiz Felipe Scolari og Sven-Göran Eriksson. Við höfum nú gengið frá samkomulagi við Eriksson og hann verður væntanlega kynntur formlega til sögunnar á mánudaginn," sagði hann í útvarpsviðtali.

Athole Still, umboðsmaður Eriksson, segir þetta ekki rétt og að engar viðræður hafi átt sér stað á milli þessara aðila enda sé hann enn knattspyrnustjóri Manchester City.

Framtíð Eriksson hjá City hefur hangið í lausu lofti undanfarnar vikur eins og kemur fram í fréttinni hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×