Innlent

Björgunarsveitamenn hafa sótt tvo slasaða menn í dag

Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitarmenn að störfum.
Björgunarsveitin Elliði í Staðarsveit er nú að sækja rjúpnaskyttu sem hrapaði í hlíð við Hafursstaði í Hnappadal. Björgunarsveitarmenn eru komnir að skyttunni og fleiri eru á leiðinni með lækni og börur til að koma honum niður úr hlíðinni og í sjúkrabíl. Með í för eru tveir sjúkrabílstjórar. Maðurinn er töluvert slasaður, samkvæmt upplýsingum frá Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Fyrr í dag féll drengur, sem var á veiðum í Svínadal fram af klettabrún, í grjót og slasaðist töluvert. Talið er að fallið hafi verið um 8-10 metrar. Björgunarsvetin Ársól fór á staðinn og sótti drenginn, sem var með takmarkaða meðvitund, og kom honum í sjúkrabíl. Farið var með hann til Egilsstaða og þaðan var hann sendur með sjúkraflugi til Reykjavíkur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×