Hver er þessi Radovan Karadzic? 22. júlí 2008 12:30 Radovan Karadzic MYND/AFP Fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba Radovan Karadzic hefur lengi verið einn eftirlýstasti maður heims. Hann var handtekinn á föstudagsmorgun eftir næstum 13 ár á flótta. Á þeim tíma hefur Serbía legið undir miklum alþjóðlegum þrýstingi um að ná honum. „Loksins," segja margir sem enn eru með tárin í augunum. Karadzic er talinn eitt mesta illmenni síðari ára. Karadzic er sakaður um að hafa staðið að baki fjöldamorða á þúsundum múslimskra Bosníumanna og Króata og hefur tvisvar verið ákærður af stríðsglæpadómstólnum í Haag. Sameinuðu þjóðirnar halda því fram að hersveitir hans hafi drepið hið minnsta 7.500 karlmenn og drengi frá Srebrenica í júlí árið 1995. Sú aðgerð var hluti af áætlunum hans um að „beita ofbeldi og siðspilla Bosnískum-múslimum og Bosnískum-Króötum." Hann var einnig ákærður fyrir árásir í Sarajevo, og notkun sína á 284 friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem mannlega skjöldum í maí og júní árið 1995. Eftir Dayton samkomulagið, sem batt enda á stríðið í Bosníu, fór Karadzic í felur. Hann hélt líklega til í fjöllum í suð-austur hluta svæðis Bosníu sem stjórnað var af serbum og hlaut verndar hersveita sinna. Þrýstingur alþjóðasamfélagins um að ná Karadzic náði hámarki sumarið 2005. Þá gáfust nokkrir af fyrrum herforingjum hans upp og myndband af fyrrum hermönnum Karadzic að skjóta saklausa borgara í Srebrenica birtist umheiminum. Frá Belgrad bárust þær fréttir að nokkrir hefðu verið handteknir í tengslum við myndbandið, sem fyrst var sýnt í réttarhöldunum yfir fyrrum forseta Júgóslavíu, Slobodan Milosevic. Snemma árs 2007 gerðu hersveitir Nato í Bosníu-Hersegovínu árás á heimili barna Karadzics, þar sem Sasa og Sonja Karadzic voru talin hluti af hópi sem studdi föður þeirra. Karadzic hefur neitað að gangast við ákærunum sem gefnar hafa verið út á hendur honum og hefur hafnað lögmæti alþjóða stríðsglæpadómstólsins. „Ef dómstóllinn í Haag væri alvöru dómstóll væri ég tilbúinn til þess að bera vitni þar eða í sjónvarpi, en hann er pólitískur dómstóll sem settur var upp til þess að fella dóm yfir Serbum," sagði Karadzic við breska blaðið The Times í febrúar árið 1996. Ljóðskáldið KaradzicNýleg mynd af Radovan Karadzic MYND / AFPRadovan Karadzic er fæddur árið 1945 í bænum Savnik í Svartfjallalandi. Faðir hans, Vuk, var meðlimur þjóðernissinnaðra skæruliða sem börðust bæði gegn stuðningsmönnum nasista og kommúnískum samverkamönnum Titos í síðari heimsstyrjöldinni, hann var í fangelsi nær alla barnæsku sonar síns.Móðir hans, Jovanka Karadzic, lýsti syni sínum sem afar traustum og harðduglegum dreng sem hjálpaði móður sinni jafnt heima sem á akrinum. Hún sagði hann hafa verið alvarlegan dreng sem naut virðingar eldra fólks og aðstoðaði skólafélaga sína við heimanámið.Árið 1960 flutti hann til Sarajevo, þar sem hann síðar hitti eiginkonu sína, Ljiljana, lauk læknisprófi og starfaði sem geðlæknir á spítala í borginni.Hann lét einnig kveða að sér sem ljóðskáld og varð fyrir miklum áhrifum frá Serbneska þjóðernissinnanum og rithöfundnum Dobrica Cosic, sem hvatti hann til þess að hella sér út í stjórnmálin. LeiðtoginnÁri síðar, eftir að hann hafði starfað fyrir umhverfissinna, átti hann þátt í stofnun lýðræðisflokkinn (SDS) árið 1990. Flokkurinn var svar við þjóðlegum Króatískum flokkum í Bosníu og hafði það markmið að vinna að framgangi öflugri Serbíu.Innan við tveimur árum síðar, þegar Bosnía-Hersegóvína fékk viðurkenningu sem sjálfstætt ríki, stofnaði hann óháðan lýðveldisflokk Serbíu í Bosníu-Hersegóvínu (sem seinna fékk nafnið Republika Srpska) með höfuðstöðvar í Pale, sem er úthverfi Sarajevo. Sjálfur varð hann leiðtogi flokksins.Flokkur Karadzics, sem var undir verndarvæng Serbneska leiðtogans Slobodan Milosevic, skipulagði árásir Serba gegn Bosníumönnum og Króötum í Bosníu.Skelfilegt stríð fylgdi í kjölfarið. Serbar héldu Sarajevo stríðshrjárri í 43 mánuði og börðust gegn Bosnískum hersveitum á milli þess að saklausir borgarar féllu í sprengjuárásum og tilefnislaustum árásum leyniskyttna. Þúsundir létu lífið.Hersveitir Bosníu-Serba sem nutu stuðnings hersveita með Serbneskum borgurum, hröktu þúsundir Bosníumanna og Króata af heimilum sínum í hrottalegum þjóðernishreinsunum. Grimmdarverkin voru afar hrottaleg og meðal annars var konum og stúlkum frá Bosníu nauðgað í stórum stíl.Blaðamenn urðu einnig vitni að pyntingarbúðum Bosníu-Serba, þar sem stríðsfangar voru sveltir og pyntaðir.Karadzic var ákærður ásamt Ratko Mladic herforingja Bosníu-Serba fyrir aðild þeirra að stríðinu á árunum 1992-1995.Hann neyddist til þess að stíga til hliðar sem foringi SDS árið 1996 eftir að flokknum var hótað refsiaðgerðum af vesturveldunum. Eftir það fór hann í felur. Stundaði óhefðbundnar lækningarÁrið 2004 reyndi Karadzic að fá bók útgefna af fyrrum félaga sínum, Miroslav Toholj. Bókin bar heitið, Undursamlegur annáll næturinnar, og gerist árið 1980 í Júgóslavíu. Sagan fjallar um mann sem er fangelsaður fyrir mistök eftir að dauða Josip Broz Tito.Í maí áirð 2005 hafði Karadzic samband annarsvegar við konu sína í suðurhluta Bosnínu og hinsvegar við bróður sinn í Belgrad, þar sem móðir hans var að deyja úr krabbameini.Tilkynnt var um handtöku Karadzic í gærkvöldi en í dag hafa borist fréttir af því að hann hafi verið handtekinn á föstudagsmorgun í strætisvagni í Belgrad í Serbíu.Karadzic er sagður hafa búið í borginni undir það síðasta og stundaði þar óhefðbundnar lækningar á sinni eigin stofu. Karadzic hafði tekið upp nafnið Dragan Dabic.Heimildir: BBC Tengdar fréttir Karadzic handtekinn Yfirvöld í Serbíu hafa handtekið einn af mest eftirlýstu stríðsglæpamönnum seinni tíma, Radovan Karadzic. Hann var samstundis færður fyrir stríðsglæpadómstól í Belgrad í samræmi við alþjóðlega stríðsglæpasáttmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá serbneskum yfirvöldum. 21. júlí 2008 22:08 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Fyrrum leiðtogi Bosníu-Serba Radovan Karadzic hefur lengi verið einn eftirlýstasti maður heims. Hann var handtekinn á föstudagsmorgun eftir næstum 13 ár á flótta. Á þeim tíma hefur Serbía legið undir miklum alþjóðlegum þrýstingi um að ná honum. „Loksins," segja margir sem enn eru með tárin í augunum. Karadzic er talinn eitt mesta illmenni síðari ára. Karadzic er sakaður um að hafa staðið að baki fjöldamorða á þúsundum múslimskra Bosníumanna og Króata og hefur tvisvar verið ákærður af stríðsglæpadómstólnum í Haag. Sameinuðu þjóðirnar halda því fram að hersveitir hans hafi drepið hið minnsta 7.500 karlmenn og drengi frá Srebrenica í júlí árið 1995. Sú aðgerð var hluti af áætlunum hans um að „beita ofbeldi og siðspilla Bosnískum-múslimum og Bosnískum-Króötum." Hann var einnig ákærður fyrir árásir í Sarajevo, og notkun sína á 284 friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna sem mannlega skjöldum í maí og júní árið 1995. Eftir Dayton samkomulagið, sem batt enda á stríðið í Bosníu, fór Karadzic í felur. Hann hélt líklega til í fjöllum í suð-austur hluta svæðis Bosníu sem stjórnað var af serbum og hlaut verndar hersveita sinna. Þrýstingur alþjóðasamfélagins um að ná Karadzic náði hámarki sumarið 2005. Þá gáfust nokkrir af fyrrum herforingjum hans upp og myndband af fyrrum hermönnum Karadzic að skjóta saklausa borgara í Srebrenica birtist umheiminum. Frá Belgrad bárust þær fréttir að nokkrir hefðu verið handteknir í tengslum við myndbandið, sem fyrst var sýnt í réttarhöldunum yfir fyrrum forseta Júgóslavíu, Slobodan Milosevic. Snemma árs 2007 gerðu hersveitir Nato í Bosníu-Hersegovínu árás á heimili barna Karadzics, þar sem Sasa og Sonja Karadzic voru talin hluti af hópi sem studdi föður þeirra. Karadzic hefur neitað að gangast við ákærunum sem gefnar hafa verið út á hendur honum og hefur hafnað lögmæti alþjóða stríðsglæpadómstólsins. „Ef dómstóllinn í Haag væri alvöru dómstóll væri ég tilbúinn til þess að bera vitni þar eða í sjónvarpi, en hann er pólitískur dómstóll sem settur var upp til þess að fella dóm yfir Serbum," sagði Karadzic við breska blaðið The Times í febrúar árið 1996. Ljóðskáldið KaradzicNýleg mynd af Radovan Karadzic MYND / AFPRadovan Karadzic er fæddur árið 1945 í bænum Savnik í Svartfjallalandi. Faðir hans, Vuk, var meðlimur þjóðernissinnaðra skæruliða sem börðust bæði gegn stuðningsmönnum nasista og kommúnískum samverkamönnum Titos í síðari heimsstyrjöldinni, hann var í fangelsi nær alla barnæsku sonar síns.Móðir hans, Jovanka Karadzic, lýsti syni sínum sem afar traustum og harðduglegum dreng sem hjálpaði móður sinni jafnt heima sem á akrinum. Hún sagði hann hafa verið alvarlegan dreng sem naut virðingar eldra fólks og aðstoðaði skólafélaga sína við heimanámið.Árið 1960 flutti hann til Sarajevo, þar sem hann síðar hitti eiginkonu sína, Ljiljana, lauk læknisprófi og starfaði sem geðlæknir á spítala í borginni.Hann lét einnig kveða að sér sem ljóðskáld og varð fyrir miklum áhrifum frá Serbneska þjóðernissinnanum og rithöfundnum Dobrica Cosic, sem hvatti hann til þess að hella sér út í stjórnmálin. LeiðtoginnÁri síðar, eftir að hann hafði starfað fyrir umhverfissinna, átti hann þátt í stofnun lýðræðisflokkinn (SDS) árið 1990. Flokkurinn var svar við þjóðlegum Króatískum flokkum í Bosníu og hafði það markmið að vinna að framgangi öflugri Serbíu.Innan við tveimur árum síðar, þegar Bosnía-Hersegóvína fékk viðurkenningu sem sjálfstætt ríki, stofnaði hann óháðan lýðveldisflokk Serbíu í Bosníu-Hersegóvínu (sem seinna fékk nafnið Republika Srpska) með höfuðstöðvar í Pale, sem er úthverfi Sarajevo. Sjálfur varð hann leiðtogi flokksins.Flokkur Karadzics, sem var undir verndarvæng Serbneska leiðtogans Slobodan Milosevic, skipulagði árásir Serba gegn Bosníumönnum og Króötum í Bosníu.Skelfilegt stríð fylgdi í kjölfarið. Serbar héldu Sarajevo stríðshrjárri í 43 mánuði og börðust gegn Bosnískum hersveitum á milli þess að saklausir borgarar féllu í sprengjuárásum og tilefnislaustum árásum leyniskyttna. Þúsundir létu lífið.Hersveitir Bosníu-Serba sem nutu stuðnings hersveita með Serbneskum borgurum, hröktu þúsundir Bosníumanna og Króata af heimilum sínum í hrottalegum þjóðernishreinsunum. Grimmdarverkin voru afar hrottaleg og meðal annars var konum og stúlkum frá Bosníu nauðgað í stórum stíl.Blaðamenn urðu einnig vitni að pyntingarbúðum Bosníu-Serba, þar sem stríðsfangar voru sveltir og pyntaðir.Karadzic var ákærður ásamt Ratko Mladic herforingja Bosníu-Serba fyrir aðild þeirra að stríðinu á árunum 1992-1995.Hann neyddist til þess að stíga til hliðar sem foringi SDS árið 1996 eftir að flokknum var hótað refsiaðgerðum af vesturveldunum. Eftir það fór hann í felur. Stundaði óhefðbundnar lækningarÁrið 2004 reyndi Karadzic að fá bók útgefna af fyrrum félaga sínum, Miroslav Toholj. Bókin bar heitið, Undursamlegur annáll næturinnar, og gerist árið 1980 í Júgóslavíu. Sagan fjallar um mann sem er fangelsaður fyrir mistök eftir að dauða Josip Broz Tito.Í maí áirð 2005 hafði Karadzic samband annarsvegar við konu sína í suðurhluta Bosnínu og hinsvegar við bróður sinn í Belgrad, þar sem móðir hans var að deyja úr krabbameini.Tilkynnt var um handtöku Karadzic í gærkvöldi en í dag hafa borist fréttir af því að hann hafi verið handtekinn á föstudagsmorgun í strætisvagni í Belgrad í Serbíu.Karadzic er sagður hafa búið í borginni undir það síðasta og stundaði þar óhefðbundnar lækningar á sinni eigin stofu. Karadzic hafði tekið upp nafnið Dragan Dabic.Heimildir: BBC
Tengdar fréttir Karadzic handtekinn Yfirvöld í Serbíu hafa handtekið einn af mest eftirlýstu stríðsglæpamönnum seinni tíma, Radovan Karadzic. Hann var samstundis færður fyrir stríðsglæpadómstól í Belgrad í samræmi við alþjóðlega stríðsglæpasáttmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá serbneskum yfirvöldum. 21. júlí 2008 22:08 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Karadzic handtekinn Yfirvöld í Serbíu hafa handtekið einn af mest eftirlýstu stríðsglæpamönnum seinni tíma, Radovan Karadzic. Hann var samstundis færður fyrir stríðsglæpadómstól í Belgrad í samræmi við alþjóðlega stríðsglæpasáttmála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá serbneskum yfirvöldum. 21. júlí 2008 22:08