Erlent

Þýska löggan á hælum öfgamanna

Þýska lögreglan gerði í dag fjöldann allann af húsleitum víðs vegar um landið en þær eru liður í rannsókn lögreglunnar á níu einstaklingum sem grunaðir eru um að hafa með kerfisbundnum hætti hvatt múslima til hryðjuverka

Anton Winkler, talsmaður lögreglunnar í Munchen, sagði fjölmiðlum í dag að hinir grunuðu væru á aldrinum 27 til 47 ára.

Rúmlega 130 lögreglumenn tók þátt í leitinni en henni var miðað að því að finna áróður fyrir heilögu stríði gegn Vesturlöndum.

Talsmaðurinn sagði að hinir grunuðu tengist allir miðstöð múslima í Neu-Ulm í Suður-Þýskalandi.

Sú miðstöð var lengi gróðrastía öfgafullra íslamista en henni var lokað árið 2005 eftir að þar fannst áróður sem hvatti til sjálfsmorðsárása í Írak

Í semptember síðastliðnum voru svo tveir múslimar sem tengjast sömu miðstöð handteknir en þeir voru langt komnir með skipulagningu sprengjutilræðis sem hrinda átti í framkvæmd í Þýskalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×