Innlent

Missa áunnin réttindi sé ekki greitt til verkalýðsfélaga

Launþegar, sem missa vinnuna og fara á atvinnuleysisbætur, missa öll áunnin réttindi í verkalýðsfélögum sínum, ef þeir hætta að greiða félagsgjöld til þeirra, þegar þeir missa vinnuna.

Til dæmis missir fólk rétt til sjúkradagpeninga, fær ekki styrki til sjúkraþjálfunar, missir aðgang aö ókeypis lögfræðiaðstoð og greiðslur í fæðingarorlofi geta verið í uppnámi, svo það helst sé nefnt. Þetta kemur fram á vef Verkalýðsfélags Akraness, þar sem fólk er hvatt til að greiða hlutfall af atvinnuleysisbótunum sínum áfram til verkalýðsfélaganna, og tryggja sig þannig gegn frekari áföllum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×