Innlent

Bjarni segir af sér þingmennsku

MYND/GVA

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að segja af sér þingmennsku í kjölfar þess að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega að Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins.

Í tilkynningu til fjölmiða segist hann hafa gert alvarleg mistök „og vitaskuld hljóp hér pólitískur hiti með mig í gönur. Ég hef af þeirri ástæðu ákveðið að segja af mér þingmennsku enda hefur það ævinlega verið bjargföst sannfæring mín að menn eigi alltaf að axla ábyrgð á eigin gerðum," segir Bjarni.

Hann segist þegar hafa tilkynnt þessa ákvörðun formanni Framsóknarflokksins og skrifstofustjóra Alþingis.






Tengdar fréttir

Valgerður: Erfitt fyrir Bjarna að sitja áfram sem þingmaður

Valgerður Sverrisdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, telur að það verði erfitt fyrir Bjarna Harðarson, þingmann flokksins, að sitja áfram sem þingmaður vegna bréfs sem hann hugðist láta senda fjölmiðlum undir nafnleynd og hafði að geyma harða árás á Valgerði.

Bjarni íhugar stöðu sína

Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, íhugar nú stöðu sína eftir að hann sendi í gær aðstoðarmanni sínum fyrirmæli um að senda bréf, þar sem ráðist er harkalega á Valgerði Sverrisdóttur varaformanni, undir nafnleynd á íslenska fjölmiðla. Svo illa vildi til að fyrirmælin bárust öllum fjölmiðlum landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×