Lífið

Vinsæll í Balí og Kosovo

„Ég ákvað að gera svona heimalagaða útgáfu af laginu sem væri órafmögnuð," svarar Brynjar Már Valdimarsson tónlistarmaður þegar Vísir spyr hann út í nýja lagið hans Runaway og hvað er framundan.

„Ég að vinna í laginu Endlessly út í heimi sem hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur í fjölmörgum löndum og á fullt inni ennþá."

„Um 17 lönd hafa verið að spila lagið Forget About Me og Endlessly. Það hefur verið mikið í gangi í löndum eins og: Makedóníu, Litháen, Belgíu, Kosovo, Indónesíu og Balí. Grikkland, Portúgal, Rússland, Úkraína og Ítalía hafa líka verið að spila BMV."

„Það er heilmargt framundan. Við erum að klára að pakka saman plötunni núna á næstu vikum. Hún verður vonandi tilbúin um mitt sumarið.

Runaway með BMV á YouTube hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.