Lífið

Stelputal og bullandi rómantík

ellyarmanns skrifar
Ætli ég sé ekki samansett úr karakterbrotum frá þeim öllum, segir Ragnheiður sem var boðið á sérstaka forsýningu Sex and the City.
Ætli ég sé ekki samansett úr karakterbrotum frá þeim öllum, segir Ragnheiður sem var boðið á sérstaka forsýningu Sex and the City.

Íslenskir aðdáendur Sex and the City þáttanna bíða með eftirvæntingu eftir frumsýningu myndarinnar 30. maí næstkomandi.

Ragnheiði Guðfinnu Guðnadóttur ásamt örfáum útvöldum úr kvikmyndabransanum hér á landi var boðið á sérstaka forsýningu myndarinnar Sex and the City eldsnemma morguns síðastliðinn föstudag.

"Myndin er alveg hreint frábær. Maður hlær og fær ekka í hálsinn til skiptis. Myndin lýsir lífi kvenna eins og það er," svarar Ragnheiður aðspurð um bíómyndina en hún er byrjuð að telja niður dagana fram að frumsýningu eins og svo margar konur á Íslandi.

Charlotte, Carrie, Miranda og Samantha.

"Sambandsslit, brúðkaup, íbúðarkaup, samskipti við hitt kynið, stelputal, skór, beauty is pain meðferðir, kjólar, vandræðaleg móment og ég veit ekki hvað og hvað."

"Söguþráðurinn er bullandi rómantík og dramatík til skiptis."

Hverri líkist þú mest í myndinni. Carrie Bradshaw? "Jerimías! Ætli ég sé ekki samansett úr karakterbrotum frá þeim öllum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.