Innlent

Fyrirtækin þurfa eitthvað sem er meira fast í hendi

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að allir þeir þættir sem nefndir eru í tólf liða aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja séu jákvæðs eðlis.

„Það sem veldur mér hins vegar miklum vonbrigðum er að allt eru þetta fyrirheit um að eitthvað verði gert en ekki ákvarðanir um að eitthvað verði gert," segir Jón Steindór. Hann telur að það séu mikil vonbrigði að það skuli ekki vera eitthvað meira handfast í þessum tillögum. Hann segist vera hræddur um að mörgum fyrirtækjum muni finnast þetta vera heldur léttvægt.

Hann nefnir sem dæmi lið í yfirlýsingunni um að lögð verði sérstök áhersla á mannaflsfrekar atvinnuskapandi aðgerðir á vegum ríkisins. Leitað verði eftir samstarfi við sveitarfélög um tímasetningu framkvæmda til að standa vörð um atvinnu fólks og auka hagkvæmni. „Og hvað á nú verkaki að gera, sem stendur frammi fyrir því að vera búinn að segja upp fólki og veltir því fyrir sér hvað hann eigi að gera? Hann getur ekki unnið úr þessu," segir Jón Steindór. Í þessu tilfelli hefði hann viljað sjá áætlun um hvenær hægt yrði að bjóða út framkvæmdir, hvenær þær gætu hafist og hvenær þeim yrði lokið.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×