Innlent

Telur að Sigurjón muni ekki vinna formannsslag

Magnús Þór Hafsteinsson skilur ekki hvað Sigurjóni gengur til.
Magnús Þór Hafsteinsson skilur ekki hvað Sigurjóni gengur til.

„Ég held að Sigurjón muni ekki vinna þann slag," segir Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, um hugsanlegt framboð Sigurjóns Þórðarsonar til formanns flokksins.

Frjálslyndir í Eyjafirði skoruðu á Sigurjón að bjóða sig fram til formanns flokksins á næsta landsþingi. Sigurjón sagðist í samtali við Vísi ætla að íhuga málið. Guðjón Arnar Kristjánsson hefur hinsvegar lýst því yfir að hann ætli sér að sitja áfram í formannssætinu.

„Ég veit ekki hvað honum gengur til," segir Magnús og bendir á að langt sé í landsþingið. Hann bendir á að Guðjón Arnar hafi staðið sig vel og sé við góða heilsu. Magnús Þór segist samt ekki vera í nieinu uppnámi yfir þessum vangaveltum Sigurjóns. Þetta útspil hans hafi aðallega komið sér á óvart. Sjálfur segist Magnús Þór segir gera ráð fyrir að hann muni sækjast áfram eftir varaformannsembætti flokksins.






Tengdar fréttir

Guðjón óttast ekki Sigurjón

Guðjón Arnar Kristjánsson hræðist ekki slag um formannsembætti Frjálslynda flokksins á næsta landsþingi flokksins. ,,Ég hef aldrei óttast kosningar og ég hef aldrei farið á tauginni yfir einni einustu kosningu," segir Guðjón og kveðst ekki hafa hug á að byrja á því núna.

Sigurjón telur rétt að Guðjón íhugi að stíga til hliðar

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, telur rétt að Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, íhugi það hvort hann víki til hliðar á komandi landsþingi flokksins. Þetta sagði Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Sigurjón íhugar formannsframboð hjá frjálslyndum

Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, segist ætla að íhuga málin vandlega áður en hann ákveður um framboð til formanns Frjálslynda flokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×