Innlent

Kona á hægum batavegi eftir meinta árás eiginmanns

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Lögregla hefur ekki enn getað tekið skýrslu af konu sem lögð var inn á sjúkrahús í byrjun september en grunur leikur á að eiginmaður hennar hafi gengið í skrokk á henni á heimili þeirra.

Konan er á hægum batavegi. Samkvæmt heimildum Vísis mun tíminn einn leiða í ljós hvort konan muni ná sér og geta gefið skýrslu um málsatvik.

Árásin mun hafa átt sér stað fyrir 25 dögum á heimili hjónanna í Breiðholti 1. september. Í kjölfarið leitaði konan á náðir vina og gisti hjá þeim. Samkvæmt upplýsingum Vísis missti konan meðvitund daginn eftir og var hún þá flutt á spítala. Var hún hætt komin vegna blæðingar inn á heila og gekkst undir bráðaaðgerð. Maðurinn var í framhaldinu úrskurðaður í gæsluvarðhald sem rann út 10. september.

Löng saga um ofbeldi einkennir sambúð hjónanna sem eru á sextugsaldri. Samkvæmt heimildum Vísis hefur maðurinn ekki áður verið kærður fyrir heimilisofbeldi en lögreglan hefur áður verið kölluð að heimili hjónanna vegna heimiliserja.






Tengdar fréttir

Enn ekki hægt að ræða við konu vegna meintrar árásar eiginmanns

Lögregla hefur ekki enn getað tekið skýrslu af konu sem lögð var inn á sjúkrahús í síðustu viku en grunur leikur á að eiginmaður hennar hafi gengið í skrokk á henni. Eins og fram kom í fréttum í síðustu viku var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar málsins og rennur það út á morgun.

Var í lífshættu eftir árás eiginmanns

Eiginkona manns sem í dag var úrskurðaður í gæsluvarðahald vegna gruns um að hafa gengið í skrokk á henni var um tíma í bráðri lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×