Innlent

Var í lífshættu eftir árás eiginmanns

Magnús Már Guðmundsson skrifar

Eiginkona manns sem í dag var úrskurðaður í gæsluvarðahald vegna gruns um að hafa gengið í skrokk á henni var um tíma í bráðri lífshættu.

Árásin átti sér stað á heimili hjónanna í Breiðholti á þriðjudagskvöld. Konan mun hafa misst meðvitund í húsi í nágrenni við heimilið og í framhaldinu var hún flutt meðvitundarlaus á slysadeild. Konan var hætt komin vegna heilablæðingar sem orsakaðist af höfuðáverkum og gekkst hún undir bráðaaðgerð aðfaranótt miðvikudags.

Konan er ekki lengur í lífshættu en þó svo illa farin að ekki hefur verið hægt að taka af henni skýrslu.

Hjónin eru á sextugsaldri. Ekki fengust upplýsingar hvort að maðurinn hafi áður komist í kast við lögin.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðahald fram á þriðjudag eða á meðan rannsókn málsins stendur yfir. Lögreglan fór fram á lengra gæsluvarðhald en dómari féllst ekki á það.




















Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×