Innlent

Ólafur F. íhugar málsókn gegn Daily Mail

Þessi mynd birtist í Daily Mail 12.október en hún var tekin á 101 Hóteli.
Þessi mynd birtist í Daily Mail 12.október en hún var tekin á 101 Hóteli.

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, íhugar að höfða mál gegn breska dagblaðinu Daily Mail vegna nýlegrar umfjöllunar um hann. Blaðið birti 12. október umfjöllun um veru Ólafs á 101 Hóteli föstudagskvöldið 10. október og meint tengsl hans við Jón Ásgeir Jóhannesson.

Blaðið gefur í skyn að Ólafur hafi bæði sýnt óviðeigandi framkomu og spillingu í borgarstjóratíð sinni. Hann er sagður drekka ótæpilega og þá er fullyrt að hann hafi fengið taugaáfall skömmu fyrir seinustu borgarstjórnarkosningar.

Ólafur segir að umfjöllun blaðsins sé bæði meiðandi og röng. ,,Ég er að hugleiða að taka af skarið og stefna þessu blaði. Ég get ekki látið viðgangast lengur að gróusögur séu hafðar uppi um mig með þeim hætti að í öðrum löndum sé farið að fjalla um mig sem spilltan stjórnmálamann, að ég sé fíkill og ég sé jafnframt spyrtur við hina misheppnuðu útrás Íslendinga. Ég segi hingað og ekki lengra því það hefur verið dregin upp svo villandi mynd af mér sem borgarstjóra að hálfa væri nóg," segir Ólafur.

Ólafur segist ekki hafa nein persónuleg tengsl við forsvarsmenn Baugs og aðra útrásarvíkinga. Hann hafi einungis setið á næsta borði á 101 Hóteli umrætt kvöld.

,,Nær væri að leita til annarra stjórnmálamanna en mín þar sem af nógu er að taka innan annarra stjórnmálaflokka."

Frétt Daily Mail má sjá hér.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.