Erlent

Enn eitt sjóránið undan Sómalíuströndum

Sjóræningjar réðust í gær á Japanskt flutningaskip undan ströndum Sómalíu, að því er Suður-Kóresk stjórnvöld segja. 23 eru í áhöfn skipsins og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna. Áhafnarmeðlimir eru frá Suður-Kóreu og Fillipseyjum en ekki er vitað um ástand þeirra og líðan að svo stöddu. Skipið er tuttugu þúsund tonn að stærð og var það að flytja efnavörur.

Sjórán eru tíð undan ströndum Sómalíu en landið hefur verið stjórnlaust í fjöldamörg ár og berjast ýmsir hópar skæruliða um völdin í landinu. 84 sjóræningjaárásir hafav verið gerðar á skip í Aden flóa, sem tengir saman Rauða hafið og Arabíuhaf, og hafa 33 þeirra heppnast. Suður Kóresk stjórnvöld íhuga nú að senda herskip á svæðið og fylgja þar fordæmi fleiri ríkja sem þegar hafa sent herskip í flóann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×