Innlent

Ys og þys á Alþingi

Þegar samfélagið logar í illdeildum bæði innanlands og utan vegna hruns bankanna og efnahagsþrenginga er ekki úr vegi að skoða hvað þingmenn eru að dunda sér við á Alþingi.

Um síðustu helgi mættu mörg þúsund manns á Austurvöll til þess að mótmæla ástandinu og aðgerðarleysi stjórnvalda. Lítill hluti mótmælenda lét reiði sína bitna á hinu háa alþingi og köstuðu eggjum í húsið þar sem 63 þingmenn vinna fyrir okkar hönf að því að setja lög og ræða þau mál sem helst brenna fólkinu.

En hvaða mál eru það sem verið er að ræða inn á alþingi á meðan samfélagið nötrar af völdum efnahagsástandsins. Við skulum skoða það aðeins.

Í október var meðal annars rætt um barnamenningarhúss, endurbætur björgunarskipa, hönnun og stækkun Þorlákshafnar, aðgengi í gömlu íbúðarhúsnæði og skipan frídaga að vori.

Nú í nóvember hefur svo verið rætt um hámarksmagn transfitusýra í matvælum, tilraunir vegna stórskipabryggju í Vestmannaeyjum, skipafriðunarsjóð, afnám tóbakssölu í fríhöfnum og reykherbergi á veitingastöðum.

Svo var reyndar gert hlé á umræðum nú í vikunni til þess að taka drengskaparheit af nýjum þingmanni þar sem Bjarni Harðarson sagði af sér fyrir að hafa ætlað að vega að samflokksmanni sínum úr launsátri.

Eflaust eru þetta allt saman góð og gild þingmál.Stundum þarf nefnilega að beinum sjónum að því sem skitpir máli. Eins og til dæmis hvernig við matreiðum matinn fyrir börnin okkar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×