Íslenski boltinn

Keflavík vann Val 5-3

Elvar Geir Magnússon skrifar

Nú er lokið leik Keflavíkur og Íslandsmeistara Vals í Landsbankadeildinni. Leikurinn endaði með sigri Keflavíkur 5-3 í hreint ótrúlegum leik. Ansi óvænt úrslit.

Fylgst var með gangi mála á Boltavaktinni. Slóðin til að komast á Boltavaktina er: www.visir.is/boltavakt

Keflavík - Valur 5-3

Strax á fyrstu mínútu komst Keflavík yfir en það mark skoraði Hans Mathiesen í sínum fyrsta mótsleik með liðinu. Heldur betur óskabyrjun hjá honum í búningi Keflavíkur. Simun Samuelsen bætti síðan við öðru marki á 5. mínútu.

Í seinni hálfleik var það Guðmundur Steinarsson sem skoraði þriðja mark Keflavíkur úr vítaspyrnu. Valsmenn náðu að minnka muninn með sjálfsmarki en strax á eftir svöruðu Keflvíkingar þegar Guðmundur skoraði sitt annað mark í leiknum.

Guðjón Árni Antoníusson skoraði síðan fimmta mark Keflavíkur áður en varamaðurinn Hafþór Ægir Vilhjálmsson minnkaði muninn. Á 89. mínútu skoraði Bjarni Ólafur Eiríksson glæsilegt mark úr aukaspyrnu og úrslitin 5-3. Hafþór Ægir fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiksins.

Hægt er að sjá allar helstu upplýsingar um leikina í dag með því að smella á viðkomandi leik.

Leikirnir sem voru klukkan 14:



Fylkir - Fram 0-3



HK - FH 0-4



ÍA - Breiðablik 1-1



Þróttur - Fjölnir 0-3

KR - Grindavík 3-1

Slóðin til að komast á Boltavaktina er: www.visir.is/boltavakt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×