Enski boltinn

Scolari: Sanngjörn úrslit

NordicPhotos/GettyImages

Luiz Felipe Scolari, stjóri Chelsea, sagði að jafntefli hefði verið sanngjörn niðurstaða í dag þegar hans menn gerðu 1-1 jafntefli við Manchester United á Stamford Bridge.

United byrjaði með látum og komst yfir í leiknum, en Chelsea var sterkara í síðari hálfleik og náði að jafna leikinn tíu mínútum fyrir leikslok.

"Mér fannst þetta sanngjörn úrslit. Mér fannst þetta einn af okkar bestu leikjum í ljósi þess að við lentum í smá vandræðum, en það sama má segja um United," sagði Scolari í samtali við Sky.

"Þeir stjórnuðu ferðinni í 5-15 mínútur og voru betri en við. Þeir náðu að skora en við bættum okkur eftir það. Við fengum lika færi sem við hefðum átt að nýta," sagði Scolari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×