Íslenski boltinn

6,4 milljóna króna leikur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fylkir mætir FK Riga á morgun og gæti fengið sumarglaðning með því að komast áfram.
Fylkir mætir FK Riga á morgun og gæti fengið sumarglaðning með því að komast áfram. Fréttablaðið/Daníel

Það er mikið í húfi hjá Fylki á morgun. Fylkir mætir FK Riga í seinni leiknum í fyrstu umferð Intertoto-keppninnar en eftir þrjár umferðir fara ellefu lið inn í aðra umferð UEFA-keppninnar.

Fylkir vann fyrri leikinn úti í Lettlandi 2-1 og með sigri á Laugardalsvellinum á morgun fær Fylkir dágóða sumaruppbót, 6,4 milljónir íslenskra króna. Það er sú upphæð sem sigurliðið í hverri umferð fær en ef Fylkir kemst áfram mætir það Bohemian frá Írlandi í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×