Enski boltinn

Jewell óánægður með ummæli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Jewell hefur enn ekki náð að stýra Derby til sigurs.
Paul Jewell hefur enn ekki náð að stýra Derby til sigurs. Nordic Photos / Getty Images
Paul Jewell, knattspyrnustjóri Derby, er afar ósáttur við ummæli sem einn þjálfara Reading lét falla í tengslum við leik liðanna um helgina.

Reading er í fallsæti sem stendur og verður því helst að sigra um helgina til að eiga möguleika á að halda sæti sínu í ensku úrvalsdeildinni.

Kevin Dillon, umræddur þjálfari, sagði að Reading ætti ekki skilið að halda sér uppi ef þeir vinna ekki Derby.

„Reading er frábært félag og Steve Coppell frábær knattspyrnustjóri. En ég á erfitt með að trúa að Kevin hafi sagt þetta. Hann hafði ef til vill rétt til að hugsa þetta en ekki segja það upphátt," sagði Jewell.

„Það er búið að gera mikið grín að okkur og get ég vel tekið því. En ég sætti mig ekki við það frá hverjum sem er og það var ekki rétt hjá Reading að segja þetta. Það mætti halda að Reading hafi verið í Meistaradeildinni síðustu ár en ekki B- og C-deildinni."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×