Lífið

Brangelina kaupir fimm milljarða hús á Rívíerunni

Ágætis kofi.
Ágætis kofi.
Angelina Jolie og Brad Pitt hafa fjárfest í villu undir fjölskylduna á frönsku Rívíerunni. Húsið er engin smásmíð - 35 herbergi - og kostaði litlar 35 milljónir punda, eða sem samsvarar fimm milljörðum króna. Parið því auðveldlega bætt töluvert í barnahópinn, sem telur sex grislinga eftir að Angelina fæðir tvíbura í ágúst.

Parið hefur í ár leitað logandi ljósi að hentugu húsi á Rívíerunni. Þetta mun vera allt sem þau vildu og meira til. Sundlaug er í garðinum og húsinu fylgir vínekra og ólífulundur. Þá eru hestar í haga á jörðinni, sem er umkringd þykkum skógi sem skýlir þeim fyrir vökulum augum slúðurskríbenta.

Brangelina stefnir í að flytja inn í byrjun ágúst áður en tvíburarnir fæðast. Jolie vildi eignast tvíburana í Frakklandi, þaðan sem mamma hennar er ættuð. Parið hyggst svo dvelja áfram í Frakklandi og ku það meðal annars vera þar sem lög um vernd einkalífs eru sérdeilis stíf þar. Þá vilja þau veita börnum sínum meiri stöðugleika í lífinu. Fjölskyldan hefur verið mikið á ferðinni undanfarin ár, og hafa elstu drengirnir tveir átt við hegðunarvandamál að stríða vegna þess hve oft þeir hafa skipt um skóla.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.