Lífið

Segir Morgan Freeman ekki í lífshættu

Svo virðist sem að Morgan Freeman hafi sloppið betur en útlit var fyrir i fyrstu. Mynd/ AFP.
Svo virðist sem að Morgan Freeman hafi sloppið betur en útlit var fyrir i fyrstu. Mynd/ AFP.
Óskarsverðlaunahafinn Morgan Freeman er ekki í lífshættu, eftir því sem fjölmiðlar í Mississippi hafa eftir Bill Luckett, viðskiptafélaga hans. Luckett heimsótti Freeman, á spítala í Memphis. "Hann hvílist mjög vel, en fékk nokkrar skrámur. Það er ekkert lífshættulegt og ekkert sem verður varanlegt," sagði Luckett.

 

Freeman lenti í alvarlegu bílslysi síðastliðna nótt. AP fréttastofan hafði eftir hjúkrunarfólki sem annaðist Freeman að hann hefði slasast mjög illa. Breska blaðið The Sun gekk enn lengra og sagði hann vera í lífshættu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.