Lífið

Freeman á batavegi

Stórleikarinn Morgan Freeman er á batavegi eftir eftir alvarlegt bílslys sem hann lenti í nærri heimili sínu í Mississippi í gær. Talsmaður leikarans segir að hann hafi brotnað á handlegg og olnboga auk þess sem hann hafi slasast á öxl. Fyrstu fréttir í gær hermdu að hin 71 árs gamla stjarna væri í lífshættu en nú lítur út fyrir að hann nái fullum bata.

Freeman var sjálfur við stýrið þegar hann missti stjórnina og ók fram af vegarbrúninni með þeim afleiðingum að bíllinn fór nokkrar veltur uns hann hafnaði á hvolfi í skurði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.