Færeyingar rétta fram hjálparhönd Trausti Hafliðason skrifar 29. október 2008 00:01 Frá Nólsoy í Færeyjum. Efnahagsmál Færeyska landstjórnin hefur samþykkt að veita Íslendingum gjaldeyrislán að andvirði 300 milljörðum danskra króna eða um sex milljarða króna. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, sagði í samtali við Fréttablaðið að samstaða hafi verið milli allra sex stjórnmálaflokka landsins um að veita Íslendingum lán. Hann sagði að Færeyingar finni til með Íslendingum sem gangi nú gegnum djúpa kreppu enda séu þjóðirnar mjög nánar og miklir vinir. Hann minnir þó á að þetta sé lán en ekki gjöf. „Bæði Færeyingar og Íslend-ingar eru stoltar þjóðir," sagði Johannesen. „Við upplifðum svipaðar þrengingar árið 1992 en stóðum sterkari upp úr þeirri lægð. Ég veit að Íslendingar munu einnig gera það. Ég er viss um að ég tali fyrir hönd allra Færeyinga þegar ég segi að þessi lánveiting var það eina rétta í stöðunni." Johannesen undrast enn fremur viðbrögð breskra stjórnvalda við falli íslensku bankanna. „Það er stórkostlegt óréttlæti að beita hryðjuverkalöggjöf gegn friðelskandi þjóð sem hefur ekkert drepið neitt nema fisk," segir Johannesen. Jóhannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, tekur undir með Johannesen. „Við gengum í gegnum svipaða erfiðleika og Íslendingar í byrjun tíunda áratugarins og vitum hvernig það er að njóta hvergi trúverðugleika á erfiðum stundum og geta hvergi fengið lán," sagði Eidesgaard í samtali við Fréttablaðið. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir gengi íslensku krónunnar má gera ráð fyrir að það samsvari rúmlega sex milljörðum íslenskra króna. Ef Íslendingar vildu veita annarri þjóð hlutfallslega jafnstórt lán yrði það því um það bil 40 milljarðar íslenskra króna að upphæð en Jóannes segist sannfærður um að Íslendingar myndu gera slíkt hið sama fyrir Færeyinga. Hann segir engan vilja fyrir því að Íslendingar greiði vexti af þessari upphæð. Pétur Blöndal, formaður efnahagsnefndar Alþingis, segir lánið mjög hátt miðað við fjölda Færeyinga. Ekki sé hægt að búast við lánveitingu frá öðrum löndum í sama hlutfalli. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Efnahagsmál Færeyska landstjórnin hefur samþykkt að veita Íslendingum gjaldeyrislán að andvirði 300 milljörðum danskra króna eða um sex milljarða króna. Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja, sagði í samtali við Fréttablaðið að samstaða hafi verið milli allra sex stjórnmálaflokka landsins um að veita Íslendingum lán. Hann sagði að Færeyingar finni til með Íslendingum sem gangi nú gegnum djúpa kreppu enda séu þjóðirnar mjög nánar og miklir vinir. Hann minnir þó á að þetta sé lán en ekki gjöf. „Bæði Færeyingar og Íslend-ingar eru stoltar þjóðir," sagði Johannesen. „Við upplifðum svipaðar þrengingar árið 1992 en stóðum sterkari upp úr þeirri lægð. Ég veit að Íslendingar munu einnig gera það. Ég er viss um að ég tali fyrir hönd allra Færeyinga þegar ég segi að þessi lánveiting var það eina rétta í stöðunni." Johannesen undrast enn fremur viðbrögð breskra stjórnvalda við falli íslensku bankanna. „Það er stórkostlegt óréttlæti að beita hryðjuverkalöggjöf gegn friðelskandi þjóð sem hefur ekkert drepið neitt nema fisk," segir Johannesen. Jóhannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, tekur undir með Johannesen. „Við gengum í gegnum svipaða erfiðleika og Íslendingar í byrjun tíunda áratugarins og vitum hvernig það er að njóta hvergi trúverðugleika á erfiðum stundum og geta hvergi fengið lán," sagði Eidesgaard í samtali við Fréttablaðið. Þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir gengi íslensku krónunnar má gera ráð fyrir að það samsvari rúmlega sex milljörðum íslenskra króna. Ef Íslendingar vildu veita annarri þjóð hlutfallslega jafnstórt lán yrði það því um það bil 40 milljarðar íslenskra króna að upphæð en Jóannes segist sannfærður um að Íslendingar myndu gera slíkt hið sama fyrir Færeyinga. Hann segir engan vilja fyrir því að Íslendingar greiði vexti af þessari upphæð. Pétur Blöndal, formaður efnahagsnefndar Alþingis, segir lánið mjög hátt miðað við fjölda Færeyinga. Ekki sé hægt að búast við lánveitingu frá öðrum löndum í sama hlutfalli.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira