Íslenski boltinn

Hörður frá í nokkrar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Keflavíkur og Þróttar fyrr í sumar.
Úr leik Keflavíkur og Þróttar fyrr í sumar. Mynd/Anton
Hörður Sveinsson, leikmaður Keflavíkur, verður frá vegna meiðsla næstu 2-3 vikurnar.

Þetta kemur fram á fótbolta.net í dag. Hörður sagði að um tognun á lærvöðva væri að ræða en hann meiddist í leik Grindavíkur og Keflavíkur um helgina.

Keflavík mætir Stjörnunni í 32-liða úrslitum Visa-bikarkeppni karla í kvöld og svo Fjölni í Landsbankadeild karla á mánudagskvöldið.

Hörður gæti einnig misst af leik Breiðabliks og Keflavíkur þann 30. júní. Hann hefur komið við sögu í öllum sjö leikjum Keflavíkur til þessa og skorað eitt mark.

Keflavík er sem stendur í efsta sæti Landsbankadeildar karla með átján stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×