Innlent

Nýtt embætti saksóknara mun rannsaka alla

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um embætti sérstaks saksóknara sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda og í tengslum við bankahrunið. Frumvarpið var lagt til á Alþingi í vikunni og hefur fengið umfjöllun í alsherjarnefnd. Samkvæmt frumvarpinu mun saksóknari rannsaka brot á refsilögum sama hver á í hlut.

Þetta staðfesti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í tölvupósti til Vísi. „Ef um brot á refsilögum er að ræða kemur saksóknari til skjalanna sama hver á í hlut," sagði Björn í umræddum tölvupósti.

Saksóknari mun því rannsaka jafnt opinberar stofnanir sem einkafyrirtæki í landinu. Gert er ráð fyrir að 9 starfsmenn starfi hjá hinum sérstaka saksóknara og er gert ráð fyrir kostnaði upp á 76 milljónir á ári, inni í þeirri tölu er erlend sérfræðiráðgjöf sem saksóknara er heimilt að leita eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×