Erlent

Meira en 5 þúsund heimili rýmd vegna skógarelda

Christopher Lloyd (tv) missti heimili sitt í eldunum.
Christopher Lloyd (tv) missti heimili sitt í eldunum.

Að minnsta kosti 13 manns hafa slasast og 100 heimili eyðilagst í miklum eldum sem geysa í suðurhluta Kalíforníu, á stað sem oft er kallaður Riverían.

Á meðal þeirra sem hafa misst heimili sín er Christopher Lloyd, sem er best þekktur úr Backt to the Future myndunum. Mikil hætta var á að heimili Opruh Winfrey og Robs Lowe yrðu einnig eldinum að bráð, en sjálf segja þau að heimili sín hafi sloppið.

Eldurinn braust fyrst út í gærkvöld og hefur breiðst út á ógnarhraða síðan þá. Að minnsta kosti fimm þúsund og fjögur hundruð heimili hafa verið rýmd vegna eldanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×