Innlent

Álit Samkeppniseftirlitsins kemur ekki á óvart

Ari Edwald, forstjóri 365 hf, fagnar áliti Samkeppniseftirlitsins um stöðu RÚV á auglýsingamarkaði og segir að hún komi sér alls ekki á óvart. Hann tekur þó fram að hann hafi að hann hafi einungis kynnt sér álitið lauslega.

„Þetta er í samræmi við raunveruleikann eins og við sem störfum á þessum markaði höfum upplifað hann og athugun Samkeppniseftirlitsins hlaut að leiða þetta i ljós," segir Ari. Hann segir það vera hörmulegt að þetta ástand hafi verið látið líðast svona lengi. Ekkert hafi verið hugað að stöðunni á auglýsingamarkaði þegar lögum um RÚV var síðast breytt þrátt fyrir fjölmargir hafi bent á ýmsa vankanta.

Ari segir að allt sem Samkeppniseftirlitið sé að benda á hafi legið fyrir þingmönnum þegar frumvarpið um RÚV ohf var til umfjöllunar í þinginu. „Og það er alveg með ólíkindum hvað þingmenn höfðu lítinn áhuga á heilbrigðum leikreglum og tilliti til samkeppni þegar á reyndi í þessu máli," segir Ari.

Vísir hefur ekki náð tali af Páli Magnússyni útvarpsstjóra vegna þessa máls.










Tengdar fréttir

Sigríður fagnar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins

„Þetta álit eitt og sér breytir ekki rekstrarumhverfinu, en vissulega styður þetta við að teknar verði réttar ákvarðanir og RÚV hverfi af auglýsingamarkaði," segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Skjás eins.

Samkeppniseftirlitið vill RÚV af auglýsingamarkaði

Samkeppniseftirlitið leggur til að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði þegar aðstæður leyfi. Telji menntamálaráðherra eða Alþingi ekki að RÚV geti horfið af markaði á að takmarka umsvif félagsins á honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×