Innlent

Atvinnuleysið komið í 4%

Atvinnuleysi hefur meira en tvöfaldast milli mánaða og mælist nú tæplega 4 prósent. Í október voru rúmlega 3.100 skráðir atvinnulausir að jafnaði hjá Vinnumálastofnun, en eru nú undir lok nóvembermánaðar um 6.800.

Atvinnuleysið er langmest á höfuðborgarsvæðinu, þar sem rúmlega 4.000 manns eru án vinnu. Uppsagnir hafa verið tilkynntar starfsmönnum jafnt og þétt í nóvembermánuði, en fáar hópuppsangnir hafa borist Vinnumálastofnun.

Fyrirtæki bíða hins vegar jafnan með að segja upp fólki í hópum þar til rétt fyrir mánaðamót og má því búast við einhverjum tilkynningum á næstu dögum. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi verði um 7 prósent hið minnsta í lok janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×