Erlent

Gaf ríflega hálfan milljarð kr. af lottóvinningi til fátækra

Belgar kalla hann Jólasveininn en það er maður sem gaf ríflega hálfan milljarð króna af lóttóvinningi sínum til fátækra nú um jólin.

Alls vann maðurinn nær tólf hundruð milljónir kr. í evrópska lottóinu EuroMillions fyrr í mánuðinum og ákvað þá að helmingur upphæðarinnar rynni til fátækra.

Maðurinn vill ekki koma fram opinberlega og er lítið annað vitað um hann en að hann kemur frá smábænum Riemst. Afgreiðslustúlka í sjoppu í bænum segir þó að maðurinn, sem er tveggja barna faðir, hafi sjálfur þurft að berjast við fátækt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×