Enski boltinn

Collison framlengir við West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jack Collison fagnar marki í leik með West Ham.
Jack Collison fagnar marki í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Jack Collison hefur framlengt samning sinn við West Ham til ársins 2013 en hann þykir með efnilegri leikmönnum félagsins.

Collisson er 20 ára gamall og hefur komið við sögu í fimm deildarleikjum á leiktíðinni.

„Þetta hefur verið frábært ár fyrir mig. Það var góð jólagjöf að fá þennan samning og gott að enda árið á þeim nótum," sagði Collison við heimasíðu West Ham.

„Ég vil núna gera atlögu að föstu byrjunarliðssæti og tel mig eiga góðan möguleika á því. Ég er ánægður með að félagið vilji halda mér svo lengi og nú get ég einbeitt mér að fullu að fótboltanum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×