Innlent

Gistináttum fjölgar um rúm sjö prósent á milli ára

MYND/Teitur

Heildarfjöldi gistinátta á Íslandi var 2,6 milljónir í fyrra sem er um 7,6 prósenta aukning frá fyrra ári. Þetta kemur fram í Gistiskýrslum Hagstofu Íslands fyrir árið.

Gistinóttum fjölgaði frá árinu 2006 á hótelum og gistiheimilum um tæp ellefu prósent, um 10,6 prósent á farfuglaheimilum og um eitt prósent á tjaldsvæðum. Fækkun gistinátta var hins vegar um rúm 16 prósent á svefnpokagististöðum, tæp sjö prósent á heimagististöðum, 6,5 prósent í orlofshúsabyggðum og 3,2 prósent í skálum í óbyggðum.

Aukningin var hlutfallslega mest á Vesturlandi og nam 17 prósentum en hins vegar varð fækkun gistinátta á Norðurlandi eystra um 1,3 prósent og á Norðurlandi vestra um 0,1 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×