Enski boltinn

Drogba loksins ánægður hjá Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Didier Drogba hefur nú lýst því yfir að hann sé ánægður í herbúðum Chesea í fyrsta sinn og ætli því ekki að fara frá félaginu.

Drogba hefur verið iðinn við að gefa út loðnar yfirlýsingar um framtíð sína og var í sumar orðaður við fjölda liða í Evrópu - t.d. Real Madrid, AC Milan og Marseille.

Hann á tvö ár eftir af samningi sínum og hyggst standa við gerða samninga því hann sé mjög ánægður hjá liðinu sem hafi sýnt honum traust og virðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×