Enski boltinn

Juventus hefur áhuga á Lampard

Nordic Photos / Getty Images

Gianluca Pessotto, yfirmaður knattspyrnumála hjá Juventus, segir félagið hafa mikið dálæti á miðjumanninum Frank Lampard hjá Chelsea. Lampard á aðeins 14 mánuði eftir af samningi sínum við Lundúnafélagið.

Það er Claudio Ranieri sem er knattspyrnustjóri Juventus, en það var einmitt hann sem fékk Lampard til Chelsea á sínum tíma.

Gianluca Pessotto hjá Juve fer ekki leint með dálæti sitt á Lampard og segir félagið ætla að styrkja sig í sumar.

"Lampard er frábær leikmaður og ég held að við munum geta keypt leikmenn á borð við hann í sumar," sagði Pessotto í samtali við The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×