Enski boltinn

Fulham og West Ham úr leik - Öll úrslit kvöldsins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zola var ekki sáttur við sína menn.
Zola var ekki sáttur við sína menn.

Úrvalsdeildarliðin Fulham og West Ham féllu í kvöld úr leik í enska deildabikarnum. Bæði biðu lægri hlut gegn 1. deildarliðum.

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley afrekuðu það að vinna Fulham 1-0. Jay Rodriguez skoraði eina markið á 88. mínútu leiksins. Watford vann West Ham einnig 1-0 en sjálfsmark Hayden Mullins réði þar úrslitum. Þetta var því fyrsta tap West Ham undir stjórn Gianfranco Zola.

Fleiri úrvalsdeildarlið lentu í hrakningum í kvöld. Sunderland bjargaði andlitinu gegn Northampton í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og framlengingu.

Úrslit kvöldsins í enska deildabikarnum:

Arsenal - Sheff Utd 6-0

Burnley - Fulham 1-0

Leeds - Hartlepool 3-2

Rotherham - Southampton 3-1

Stoke - Reading 2-2 (Stoke vann í vítakeppni)

Sunderland - Northampton 2-2 (Sunderland vann í vítakeppni)

Swansea - Cardiff 1-0

Watford - West Ham 1-0

Liverpool - Crewe 2-1

Man Utd - Middlesbrough 3-1






Fleiri fréttir

Sjá meira


×