Enski boltinn

Aston Villa í þriðja sætið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
James Milner fagnar sigurmarki sínu í dag.
James Milner fagnar sigurmarki sínu í dag. Nordic Photos / AFP
Aston Villa vann í dag 1-0 útisigur á West Ham og kom sér þar með í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Smelltu hér til að sjá samantekt úr leiknum.

Það var James Milner sem skoraði mark Aston Villa í leiknum.

Ashley Young komst nálægt því að koma Villa yfir í fyrri hálfleik er skot hans hafnaði í stönginni eftir að hann komst inn í slæma sendingu Scott Parker.

Carlton Cole fékk svo nokkur góð færi en til að mynda skallaði yfir mark Aston Villa úr góðri stöðu og lét Brad Friedel verja tvívegis frá sér.

Það var svo á 78. mínútu að Milner skoraði sigurmark leiksins. Milner átti sendingu fyrir markið sem fór af Lucas Neill og í markið. Einkar ódýrt mark og slysalegt fyrir lið West Ham sem átti síst skilið að lenda undir miðað við gang leiksins en þó var enn eitt tapið á heimavelli staðreynd.

Aston Villa er nú fjórum stigum á eftir Liverpool en liðið hefur þó leikið fleiri leiki en öll hin liðin á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×