Lífið

Önnur sýn á Ísland í Ráðhúsinu

Ein myndanna í bókinni.
Ein myndanna í bókinni. MYND/Sigrún Kristjánsdóttir
Ljósmyndasýningin Okkar sýn á Ísland verður opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur á morgun. Sýningin er á myndum sem birtast í samnefndri bók sem gefin er út af fjórum áhugaljósmyndurum undir nafninu Ljósbrot.

Ljósbrot samanstendur af þeim Hallsteini Magnússyni, Pálma Bjarnasyni, Sigrúnu Kristjánsdóttur og Skúla Þór Magnússyni. Öll hafa þau tekið myndir í fjölda ára, en þetta er fyrsta bók þeirra. Að sögn útgefenda var markmiðið að skapa fyrirferðalitla fallega bók, á samkeppnishæfu verði, sem auðvelt er fyrir ferðamenn og aðra að grípa með sér. Bókin er óvenjuleg að því leiti að allar myndir bókarinnar, og rúmlega hundrað aðrar myndir eru á geisladiski sem fylgir bókinni. Og því hægt að skoða bókina sem myndasýningu í tölvu eða á sjónvarpsskjá.

Sýningin opnar í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun klukkan 14.00. Alls eru um tuttugu myndir á sýningunni, prentaðar á striga, og eru þær allar til sölu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.