Mikið um að vera á fullveldisdaginn 1. desember 2008 10:21 Fullveldisdeginum er fagnað víða um land í dag. Í Háskóla Íslands efnir rektor ásamt Stúdentaráði til sameiginlegrar samkoumu sem hófst núna klukkan tíu. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum efnir til hátíðar í Salnum í Kópavogi og við Háskólann á Akureyri er mikið um að vera. Fjársjóður framtíðar er yfirskrift samkomunnar í Háskóla Íslands. Kristín Ingólfsdóttir, rektor, hleypir af stokkunum herferð í tengslum við 100 ára afmæli skólans á næsta ári og Halla Ólafsdóttir íslenskunemi flytur ávarp fyrir hönd stúdenta. Að samkomu lokinni munu stútentar fara í kyndilgöngu að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem lagður verður blómsveigur. Þaðan fylkja stúdentar liði á Austurvöll til fundar við stúdenta annara háskóla og þar verður afhjúpaður menntaviti. Alþjóðamálastofnun stendur fyrir málþingi ásamt Samtökum iðnaðarins undir yfirskriftinni „Er Ísland ennþá fullvalda?" og hefst dagskrá klukkan eitt. Á meðal þerra sem flytja erindi eru Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs, Björg Thorarensen, forseti lagadeildar og Þorvaldur Gylfason, prófessor í þjóðhagfræði. Þá er messa í kapellu Aðalbyggingar háskólans þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup predikar. Dagskrá stúdenta hefst á Háskólatorgi á hádegi en þar verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heiðursgestur. Á Akureyri hefst málþing klukkan tvö þar sem fjallað verður um fullveldi frá öllum hliðum. Á meðal framsögumanna má nefna Sigurð Líndal, prófessor emerítus og Silju Báru Ómarsdóttur, stjórnmálafræðing. Heimssýn stendur fyrir samkomu í Salnum í Kópavogi sem hefst klukkan fimm í dag. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Á hátíðinni mun Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngja valin ættjarðarlög við undirspil Jónasar Ingimundarsonar og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og ljóðskáld, fer með ljóð, svo eitthvað sé nefnt. Þá munu þau, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins og Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, flyta erindi. Á Hressingarskálanum stendur Lýðræðishreyfingin fyrir Fullveldiskaffi klukkan fjögur. Eiríkur Stefánsson opnar umræðurnar en síðan er orðið frjálst. Þá stenda regnhlífarsamtökin Borgarahreyfing um þjóðfund fyrir fundi á Arnarhóli klukkan þrjú. Þangað eru allir hvattir til að mæta en á meðal þeirra sem flytja ávörp verða Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, Margrét Pétursdóttir, verkakona og Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Fullveldisdeginum er fagnað víða um land í dag. Í Háskóla Íslands efnir rektor ásamt Stúdentaráði til sameiginlegrar samkoumu sem hófst núna klukkan tíu. Heimssýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum efnir til hátíðar í Salnum í Kópavogi og við Háskólann á Akureyri er mikið um að vera. Fjársjóður framtíðar er yfirskrift samkomunnar í Háskóla Íslands. Kristín Ingólfsdóttir, rektor, hleypir af stokkunum herferð í tengslum við 100 ára afmæli skólans á næsta ári og Halla Ólafsdóttir íslenskunemi flytur ávarp fyrir hönd stúdenta. Að samkomu lokinni munu stútentar fara í kyndilgöngu að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu þar sem lagður verður blómsveigur. Þaðan fylkja stúdentar liði á Austurvöll til fundar við stúdenta annara háskóla og þar verður afhjúpaður menntaviti. Alþjóðamálastofnun stendur fyrir málþingi ásamt Samtökum iðnaðarins undir yfirskriftinni „Er Ísland ennþá fullvalda?" og hefst dagskrá klukkan eitt. Á meðal þerra sem flytja erindi eru Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs, Björg Thorarensen, forseti lagadeildar og Þorvaldur Gylfason, prófessor í þjóðhagfræði. Þá er messa í kapellu Aðalbyggingar háskólans þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup predikar. Dagskrá stúdenta hefst á Háskólatorgi á hádegi en þar verður Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heiðursgestur. Á Akureyri hefst málþing klukkan tvö þar sem fjallað verður um fullveldi frá öllum hliðum. Á meðal framsögumanna má nefna Sigurð Líndal, prófessor emerítus og Silju Báru Ómarsdóttur, stjórnmálafræðing. Heimssýn stendur fyrir samkomu í Salnum í Kópavogi sem hefst klukkan fimm í dag. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Á hátíðinni mun Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, syngja valin ættjarðarlög við undirspil Jónasar Ingimundarsonar og Þórarinn Eldjárn, rithöfundur og ljóðskáld, fer með ljóð, svo eitthvað sé nefnt. Þá munu þau, Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Styrmir Gunnarsson, fyrrv. ritstjóri Morgunblaðsins og Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, flyta erindi. Á Hressingarskálanum stendur Lýðræðishreyfingin fyrir Fullveldiskaffi klukkan fjögur. Eiríkur Stefánsson opnar umræðurnar en síðan er orðið frjálst. Þá stenda regnhlífarsamtökin Borgarahreyfing um þjóðfund fyrir fundi á Arnarhóli klukkan þrjú. Þangað eru allir hvattir til að mæta en á meðal þeirra sem flytja ávörp verða Einar Már Guðmundsson, rithöfundur, Margrét Pétursdóttir, verkakona og Þorvaldur Gylfason, hagfræðiprófessor.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira