Innlent

Aðeins 50 ökutæki nýskráð í síðustu viku

MYND/GVA

Aðeins 50 ökutæki voru nýskráð í liðinni viku miðað við nærri 550 í sömu viku í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Umferðarstofu um nýskráningar ökutækja. Samdrátturinn nemur því um 90 prósentum á milli ára.

Þar kemur einnig fram að það sem af er ári hafi rúmlega 17 þúsund ökutæki verið nýskráð hér á landi en á sama tíma í fyrra voru þau nærri 25 þúsund. Samdrátturinn nemur því um átta þúsund ökutækjum eða 32 prósentum.

Eigendaskipti ökutækja á sama tímabili þessa árs reyndust nærri 70 þúsund en þau voru 85 þúsund eftir jafn marga skráningardaga á síðasta ári. Hlutfallsleg lækkun eigendaskipta nemur því 18 prósentum milli ára.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×