Erlent

Bresk stjórnvöld tilkynna frekari björgunaraðgerðir á morgun

MYND/AP

Bresk stjórnvöld kynna á morgun áætlun um aukin lán til minni fyrirtækja í landinu. Evrópski fjárfestingarbankinn gæti komið að þeim aðgerðum.

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, benti á í umræðum á breska þinginu að stjórnvöld hefðu þegar lagt bönkum til mikla fjármuni og tryggja yrði að þeir gætu lánað fyrirtækjum áfram. Fundað yrði með forsvarsmönnum bankanna á morgun og í framhaldinu yrði greint frá aðgerðunum.

Fram hefur komið að Bretar vilji að Evrópski fjárfestingarbankinn, sem er lánastofnun Evrópusambandsins, komi betur að björgunaraðgerðum í kreppunni og láni minni fyrirtækjum. Fjárfestingarbankinn getur lagt fram fé til jafns við aðra banka en áhættan á láninu lendir á viðkomandi viðskiptabönkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×