Innlent

Ástarvikan í fimmta sinn í Bolungarvík

Ástarvikan var sett í Bolunungarvík í fimmta sinn í gær. Tilgangur hennar er að fjölga bæjarbúum og standa vonir til þess að nokkur ástarvikubörn líti dagsins ljós að níu mánuðum liðnum.

Ástin lá svo sannarlega í loftinu í Bolungarvík við setningarathöfnina í gær. Ástarvikan hófst á því að eitt hundrað ástarblöðrum var sleppt út í loftið og fylgir þeim ástarkveðja frá Bolvíkingum til heimsbyggðarinnar. Þá var plantað hundrað hjarta ástarskógi og svokallaðir veraldarvinir frá sjö þjóðlöndum sungu og spiluðu alþjóðlega ástarsöngva og dönsuðu eggjandi magadans.

Eitt ástarvikubarn kom í heiminn á þessu ári en flest hafa þau verið þrjú. Mikill þrýstingur hefur verið á bæjarbúa að fjölga sér í ár og standa vonir til að ástarvikubörnin verði allt að fimm á næsta ári. Bæjarbúar taka vel í þetta uppátæki.

Fjölmargir viðburðir verða haldnir tengdir ástarvikunni út þessa vikuna, allt frá gönguferðum upp í tónleika. Ekki er þó verið að predika stóðlífi því bæjarbúum stendur til boða kennslufyrirlestur um hvernig halda á eilífa tryggð við makann.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.