Innlent

Ekki var staðið við gefin loforð

Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Árni Páll Árnason, varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir ljóst að gefin loforð um stuðning við framboð Íslendinga til öryggisráðsráðs Sameinuðu þjóðanna hafi ekki haldið. Hann telur ljóst að gjörningaveður undafarinna vikna hafi haft áhrif á framboð Íslands. ,,En það kemur dagur eftir þennan dag."

Ísland fær ekki sæti í öryggisráðinu árin 2009 til 2010 en þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu.

,,Eftir stendur að að við höfum byggt upp samband við fjölmörg ríki og opnað dyr sem munu nýtast í framtíðinni," segir Árni Páll og bætir við að reynsla seinustu missera sanni að óvarlegt sé að treysta einungis á þjóðir í nágrenni Íslands.


Tengdar fréttir

Kosning hafin í öryggisráðið - Bein útsending

Kosning í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hófst klukkan tvö að íslenskum tíma en Ísland er meðal þeirra þjóða sem sækjast eftir sæti þar eins og fram hefur komið. Hægt er að horfa á útsendinguna á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.

Ísland ekki í öryggisráðið

Ísland fær ekki sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009 til 2010. Þetta kom í ljós við atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu fyrir stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×