Innlent

Fleiri börn á biðlista en fyrir ári

MYND/Stefán

Fleiri grunnskólabörn voru á biðlista í byrjun september miðað við á sama tíma og í fyrra til að komast að á frístundaheimilum Reykjavíkurborgar sem tóku til starfa í seinustu viku þegar skólahald hófst.

1304 voru á biðlista 1. september fyrir ári síðan en í ár eru 1409 börn á biðlista. Fjöldi umsókna á milli ára er svipaður en þær eru þó fleiri í ár.

Á miðvikudaginn höfðu 1418 börn hafið dvöl á frístundaheimilum borgarinnar. Enn vantar 130 starfsmenn. Undanfarnar vikur hefur þó gengið ágætlega að ráða starfsfólk því um miðjan ágúst vantaði 200 starfsmenn.

Erfiðlega hefur gengið að ráða starfsfólk á frístundaheimili í Vesturbænum. Hlutfallslega er biðlistinn stystur í Miðborg og Hlíðum.




Tengdar fréttir

Erfið staða á frístundaheimilum

,,Þetta er erfið staða og staða sem við höfum þurft að takast á við á hverju ári. Mjög mikil eftirspurn er eftir þessari þjónustu og það hefur aldrei tekist að eyða þessum biðlistum," segir Kjartan Magnússon, formaður ÍTR, en bendir á að seinustu misseri hafi gengið betur en undanfarin ár að ráða starfsfólk á frístundaheimilin.

Vongóður þrátt fyrir að 200 starfsmenn vanti

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og formaður ÍTR, er vongóður um að það takist að ráða starfsmenn á frístundaheimili Reykjavíkurborgar. Enn vantar 200 starfsmenn á frístundarheimilin sem taka til starfa í næstu viku þegar skólar hefjast.

1700 á biðlista vegna frístundaheimila

Rúmlega 1700 grunnskólabörn í Reykjavík eru á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum borgarinnar sem tóku til til starfa í vikunni um leið og skólahald hófst. Þetta kom fram á stjórnarfundi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavík í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×