Innlent

Framboð Íslands til Öryggisráðs SÞ í uppnámi

Framboð Íslands til setu í Öryggisráði SÞ er nú í uppnámi vegna fjármálaörðugleika landsins þessa stundina. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg-fréttaveitunni í dag.

Hjálmar Hannesson sendiherra Íslands hjá SÞ segir í samtali við Bloomberg að hann sé viss um að fjármálaörðugleikarnir á Íslandi, þar með talið fall bankanna þriggja og krónunnar, hafi áhrif á framboðið. "Við höfum orðið fyrir miklu áfalli en höldum áfram á fullu við að ná sætinu," segir Hjálmar.

Jan Grauls sendiherra Belgíu hjá SÞ segir í sömu frétt að fjármálaörðugleikar Íslands hafi áhrif á atkvæðagreiðsluna um sætið sem Íslands keppir um við Austurríki og Tyrkland. "Fulltrúar sumra þjóða mun taka þetta með í reikninginn," segir Grauls.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×