Innlent

Þriðjungur telur sig öruggan í miðborginni

MYND/Eyþór

Þriðjungur fólks telur sig vera vera öruggan í miðborg Reykjavíkur að næturlagi um helgar. 32 prósent telja sig frekar eða mjög örugga í miðborginni samanborið við 36 prósent árið 2004.

Þetta kemur fram í árlegri könnun Ríkislögreglustjóra um reynslu landsmanna af afbrotum og viðhorfi til lögreglunnar. Í könnuninni sem framkvæmd var í sumar var meðal annars spurt um öryggistilfinningu almennings í heimabyggð og í miðborg Reykjavíkur, um þjónustu lögreglunnar og sýnileika hennar.

Þegar spurt var um hvaða afbroti fólk óttast mest að verða fyrir svöruðu ríflega 40 prósent innbrot. Næstflestir eða 36 prósent óttast ofbeldi og líkamsárásir.

Um 88 prósent svarenda í könnunni telja að lögreglan vinni nokkuð eða mjög gott starf. 74 prósent svarenda sem tilkynnt höfðu afbrot voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu lögreglunnar. Þá höfðu 32 prósent svarenda séð lögreglumann eða lögreglubíl í sínu byggðarlagi oft eða nær daglega.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×