Íslenski boltinn

Heimir Snær í viðræðum við Fjölni

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heimir Snær á í viðræðum við Fjölni.
Heimir Snær á í viðræðum við Fjölni.

Miðjumaðurinn Heimir Snær Guðmundsson á í viðræðum við Fjölni og Víking Reykjavík. Þetta staðfesti Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri FH, í samtali við Vísi.

Heimir er 24 ára en hann hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með FH í Landsbankadeildinni á þessu tímabili. Í fyrra var hann lánaður til Fjölnis og stóð sig mjög vel.

Fjölnismenn hafa áhuga á að fá Heimi aftur en Grafarvogsliðið er í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar. Víkingar sitja í fimmta sæti 1. deildarinnar. Auk þess hafa Framarar sýnt áhuga á Heimi samkvæmt heimildum Vísis.

„Það er ekkert ráðið með Heimi. Við vorum að missa tvo leikmenn í dag svo kannski munu málin eitthvað breytast núna. Við skulum bíða og sjá," sagði Pétur og var þá að tala um þá Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni.

Jónas Grani Garðarsson hefur einnig verið orðaður við einhver lið en hann hefur ekki náð að vinna sér inn sæti í liði FH. Pétur segir að hann sé ekki á förum. „Við þurfum á honum að halda, hann er ekki að fara neitt," sagði Pétur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×